22.07.2014

Nýtt Grænmetislasagna

 Grænmetislasagna frá Heilsuréttum fjölskyldunnar.

Þessi girnilegi réttur er fullur af hollu grænmeti,  m.a. sætarkartöflum, gulrótum, lauk og hvítlauk. Engin bindiefni eru í honum og við notum ekki hvítt hveiti í lagsagnablöðin. Þess í stað notum við heilhveiti.  Þá inniheldur rétturinn einnig kókosmjólk.

Lasagnað er himneskt gott í munni jafnt sem í maga og ekki þarf að glíma við samviskuna eftir máltíð. Heilsuréttir fjölskyldunnar mæla með því að bjóða upp á uppáhalds ferska salatið ykkar með.

Upphitunaraðferð:

Hitið í ofni þar til rétturinn er orðinn gegnum heitur, um það bil 25 mín við 180°C í ofni. 

Meira
22.07.2014

Nýtt Indverskar grænmetisbollur

 Indverskar grænmetisbollur frá Heilsuréttum fjölskyldunnar.

Þessar bollur eru dásamlega góðar og fara vel í maga.  Berglind mælir  með að bera fram með bollunum döðlumaukið og jógúrtsósuna sem fylgir með sem meðlæti. Naan brauð er líka gott með.

Hitið á pönnu eða í ofni þar til bollurnar erum gegnum heitar, um það bil 20 mín við 180°C í ofni.

Jógúrtsósan og döðlumaukið er borðað kalt með. 

Meira
22.07.2014

Nýjir réttir frá Heilsuréttum fjölskyldunnar.

 Við erum voða stolt að vera í samstarfi með Berglindi og hennar fólki . Til að fá að framleiða vörur undir merki Heilsurétta fjölskyldunnar þurfa þær að standast kröfur þeirra um hollustu, bragðgæði og næringargildi. Réttirnir eru framleiddir eftir uppskriftum úr metsölubókum Heilsurétta fjölskyldunnar sem slegið hefur í gegn og selst í yfir 17 þúsund eintökum.

Í réttunum er úrvals hráefni til að standast kröfur um hreina og næringarríka vöru fyrir alla fjölskylduna.

Réttirnir innihalda                                           

·         Enginn fylli- eða aukaefni

·         Engan viðbættan sykur

·         Ekkert ger

·         Ekkert MSG

·         Ekkert hvítt hveiti

Meira
12.03.2014

 Flott umfjöllun í Eyjafréttum í dag 12.mars 2014.
Takk fyrir þetta Eyjafréttir.
Meira
03.02.2014

 Vorum að fá í hendurnar nýjan vörulista. 
Hægt er að nálgast hann hér: VÖRULISTI 
Best er að skoða hann á öllum skjánum, einnig er hægt að stækka hann upp og einnig er hægt að sækja hann þarna og vista hjá sér. 
Vonandi líkar ykkur vel við vörulistann. Kær kveðja Grímur kokkur
Meira
23.01.2014

Frétt í Fréttatímanum 23/1 2014

 Fréttatíminn í dag 23/1 
Umfjöllun um okkur hjá Grími kokki. Verð að viðurkenna að ég er voða stoltur af þessu verkefni okkar. 
Hér er hægt að sækja blaðiðhttp://frettatiminn.is/images/uploads/tolublod/24_01_2014_LR.pdf
 
Meira
23.01.2014

Frétt í Eyjafréttum um Omega ævintýri okkar

 Frétt í Eyjafréttum um Omega ævintýri okkar með Matís.
Birt í Eyjafréttum 22/1 2014
Meira
20.01.2014

Spennandi verkefni sem við erum í ...

  
Vá hvað við erum montinn.... Við  komum með hugmynd fyrir þó nokkrum árum um hvort ekki mætti auka prótein magn í fisk og tilbúnum fiskréttum sem síðar þróaðist að auki í að auka Omega 3 og jafnvel að hafa þörunga í fiskréttina til að draga út salt notkun.... Matís hjálpaði okkur hjá Grími kokki að fylgja þessari hugmynd eftir og úr varð stórt verkefni sem Nordic Innovation styrkti sem Norrænt verkefni . Mjög stór fyrirtæki frá hinum norðurlöndunum tóku þátt í þessu verkefni Enriched Convenience Seafood Products. Þetta tókst svona vel fyrir tveim árum. Að það var haldið áfram með hugmyndina . Og í dag er þetta orðið að risa verkefni sem Eu styrkti og taka 6 fyrirtæki um alla evrópu þátt í verkefninu auk þriggja rannsóknar stofa í Evrópu og miðar verkefnið núna, hvernig megi setja Omega og þörunga í fleirri matartegundir, m.a. mjólkur afurðir og brauðafurðir. Kynntar voru rannsóknir sem gerðar voru í sumar á vörum þar sem Grímur kokkur gerði tilraunir um að nota Omega í vörur sínar og hvort það yrði mælanlegar niðurstöður á fólki sem borðað þessar vörur reglulega og niðurstöðunnar voru svo magnaðar að ég hlakka ótrúlega til þegar við getum farið að markaðsetja þetta ! Niðurstöðunar verða birtar í virtu vísindatímariti núna í febrúar... Í síðustu viku var fundur með öllum fyrirtækjunum sem taka þátt auk fulltrúum frá Matís og rannsóknarstofum í Ítalíu,Finnlandi,Hollandi og línunar lagaðar um áframhaldið.
 
 —
Kær kveðja Grímur kokkur
 
Meira
03.12.2013

Plokkfiskur í sparifötunum

Erum að koma með á markaðinn í næstu viku nýja vöru frá okkur Plokkfiskur í sparifötunum.

Hérna er búið að setja yfir plokkfiskinn bearnaisesósu sem setur algjörlega punktinn yfir frábæran rétt. Snilldargott er orðið yfir þessa blöndu.

Nánari upplýsingar um vöruna er hægt að fá hér: Plokkfiskur í sparifötunum.

Meira
12.11.2013

Paté fyrir jól og áramót.

Paté fyrir jól og áramót.

 Nú er Grímur kokkur byrjaður að kynna paté-in sín sem henta svo vel á jólahlaðborðin.

Það eru tvær gerðir: Reykt bleikjupaté og Sjávarréttapaté með rækjum.

Smellið á viðkomandi paté fyrir nánari upplýsingar.
Meira
11.11.2013

Vörur án Eggja,Hveitis,Mjók.

 Hér er smá upptalning á vörum án Eggja , án Hveitis, án Mjólk.
Meira
08.11.2013

Video af réttum

Nýtt á heimsíðunni

 Nýtt á heimasíðunni
Video með tillögu að meðlæti og eldunarleiðbeiningar. Byrjuðum á Fiskur með humarsósu.
Verður vonandi fyrsta video af mjög mörgum :)  
Meira
08.11.2013

Hentar vel fyrir íþróttafélagið, kórinn eða klúbbinn.

FRÁBÆRT Í FJÁRAFLANIR

 Hollt og Fljótlegt
Er íþróttfélagið,kórinn eða klúbburin þinn að fara í fjáröflun?
Erum með sniðugar vörur sem hafa gengið vel í fjáraflanir fyrir hópa.
Við höfum lagt áherslu á þrjár vörur sem hafa gengið best í þessu hjá okkur.
Fiskistangir, Nýja gerða af grænmetisbollum og svo plokkfiskinn.   Til að sjá meira ýtið á tengil hér til hægri.
Meira
04.11.2013

Nýtt

Þrír nýjir réttir á markað.

 Við vorum að setja í nokkrar verslanir nýjar vörur sem hafa verið í talsverðan tíma í vöruþróunn hjá okkur. Þetta eru þrjár tegundir af fiski í sósu með hrísgrjónum, og eru réttirnir tilbúnir beint í ofninn. Þetta er fiskur með Humarsósu, Hvítlaukssósu og Karrý sósu. 
Við erum voða spennt með viðtökunar. Verður vonandi komið í flestar verslanir mjög fljótlega. Þú finnur réttina í kæliborðum viðkomandi verslanna þar sem fiskurinn er.
Meira
24.05.2013

Viðtal við Grím kokk í tengslum við flutning í nýtt húsnæði.

 Viðtal við Grím kokk í tengslum við flutning í nýtt húsnæði.
 
Hægt er að lesa allt viðtalið hér
Meira
24.05.2013

Spennandi verkefni

Erum að vinna í mjög spennandi verkefni í samstarfi við Matís og fleiri fyrirtæki út í heimi um að gera vörur okkar enn hollari.
Fengum heimsókn í dag frá Emilíu hjá Matís og Kyösti Pennanen frá VTT í Finnlandi .
 
Sjá nánar hér
 
Meira
12.12.2012

Flutt í nýtt húsnæði

Við fluttum í nýtt húsnæði í Desember 2012. Við keytum gamalt húsnæði sem við tókum allt í gegn á tæpu ári. Var aldrei búinn að setja inn fyrir/eftir myndinrnar. Á nýja staðnum er öll aðstaða algjörlega til fyrirmyndar og er það mál manna sem tekið hafa út húsnæðið að þetta sé eitt flottast framleiðslueldhús landsins. Allt hefur gengið fullkomnlega eftir að við fluttum á nýja staðinn.
 
Hægt er að skoða fleiri myndir af húsnæðinu hér
Meira
03.10.2012

Össur Skarphéðinsson segir að Grímur kokkur geti orðið að alþjóðlegu stórveldi.

Lítil fyrirtæki í fullvinnslu á sjávarafla gætu með aðild Íslands að ESB vaxið upp í alþjóðleg stórfyrirtæki og orðið ný stórveldi í atvinnulífi Íslendinga. Það myndi skapa mörg vel launuð störf og auka gjaldeyristekjur. Þetta kemur fram í viðtali við utanríkisráðherra í Fréttum í Vestmannaeyjum.
 
Hægt er að lesa allt viðtalið við Össur hér
 
Meira
01.08.2012

Frétt hjá N4.is

Fiskidagurinn, Samherji og Grímur Kokkur gefa mat til hjálparstofnana
Fiskidagurinn mikli, Samherji og Grímur Kokkur hafa nú þegar fært Samhjálp og Áfangaheimilinu Krossgötum myndarlega matarskammta eftir Fiskidaginn mikla í ár. Nú fá skjólstæðingar Krossgatna sem eru um 30 talsins og gestir kaffistofu Samhjálpar sem eru á bilinu 100 – 200 á hverjum degi að njóta frábæra fiskrétta úr úrvals hráefni, m.a beikju og þorsks frá Samherja og fylltra ýsurúllna frá Grími Kokki sem slógu í gegn á Fiskideginum mikla. Landflutningar Samskip flytja matinn frítt til Reykjavíkur.
 
 
Meira
17.07.2012

Fiskidagurinn á Dalvík nálgast

„Við höfum tekið þátt í Fiskideginum mikla frá árinu 2008 og þetta hefur verið frábær kynning á fyrirtækinu og okkar vörum.„Við höfum tekið þátt í Fiskideginum mikla frá árinu 2008 og þetta hefur verið frábær kynning á fyrirtækinu og okkar vörum. Þegar ég spurði Úlfar Eysteinsson á sinum tíma hvað ég þyrfti að taka mikið magn með mér þá horfði hann upp í loft og bað mig um að taka tvö tonn af fiski. 
 
Meira
Grímur kokkur ehf  |  Hlíðarveg 5  |  900 Vestmannaeyjar  |  481 2665  |  grimurkokkur@grimurkokkur.is
Keyrir á vefumsjónarkerfi Smartmedia